Sjónvarp Víkurfrétta á dagskrá ÍNN í kvöld
Vikulegur þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður á dagskrá ÍNN í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20:30. Þátturinn er vanalega á dagskrá á fimmtudagskvöldum.
Í þættinum í kvöld verður sýndur 1. hluti af umfjöllun Víkurfrétta um brotthvarf Varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli fyrir áratug síðan. Í næstu þáttum munum við fjalla frekar um málefni Varnarliðsins.
Í þættinum sýnum við einnig glæsilegar náttúrumyndir frá Reykjanesskaganum sem Ellert Grétarsson hefur verið að mynda í sumar.
Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 20:30