Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Sjónvarp: Sjálfvirk landamærahlið tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli
    Jón Pétur Jónsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum opnaði nýju sjálfvirku landamærahliðin formlega. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Sjónvarp: Sjálfvirk landamærahlið tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 09:26

Sjónvarp: Sjálfvirk landamærahlið tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli

- Flugstöðin stækkuð um 7.000 fermetra

Ný sjálfvirk landamærahlið voru tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli sl. laugardagsmorgun. Hliðin eru hluti af framkvæmd við stækkun landamærasalarins á flugvellinum og eru samstarfsverkefni Isavia, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra.
 
Verkefnið er hluti af 7.000 fermetra stækkun flugstöðvarinnar en auk landamærasalar hefur biðsvæði farþega og verslunar- og veitingasvæði í suðurbyggingu verið stækkað. Með stærri landamærasal og aukinni sjálfvirkni mun fjöldi farþega sem geta farið um landamærin á klukkustund fara úr um 2.600 og allt upp í 3.700 manns, þegar fullum afköstum verður náð.
 
Þetta mun bæta mjög afköst í landamæraeftirliti og auka þægindi farþega sem fara yfir landamærin, hvort sem þeir eru á leið til Íslands, frá Íslandi eða að millilenda á leið sinni milli Evrópu og Norður-Ameríku.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024