Sjómenn vondaufir í Sandgerði
Afli hjá bátum sem gera út frá Sandgerði, hefur verið fremur tregur að undanförnu og sjómenn þar eru frekar vondaufir þessa dagana. Guðmundur Einarsson, vigtarmaður í Sandgerði, segir að togararnir hafa verið að koma inn á vikufrestir með 50 til 100 tonn, en það eru þrír togarar sem gera út frá Sandgerði; Haukur GK, Sóley Sigurjóns GK og Berglín GK.
„Það hefur verið gæftaleysi að undanförnu en veðrið er líka búið að vera vitlaust í allt haust og það hefur mikið að segja. Það lifnaði aðeins hjá litlu bátunum um helgina en þeir voru að fá lélegt í netin. Aflinn var blandaður, mest var af þorski og ýsu á línuna hjá litlu bátunum. Óskin fékk 8 tonn í net um helgina og mikið af því var ufsi. Ég held að fiskurinn hafi verið frekar vænn þó að það hafi verið allt of lítið af honum“, segir Guðmundur.
Línubáturinn Sigþór ÞH var aflahæstur um helgina með um 15 tonn í þremur róðrum. Að sögn Guðmundar voru menn mjög óánægðir með aflann en í Sigþór nær yfirleitt 10-12 tonnum í venjulegum túr.