Sjómannamessa í Duus Safnahúsum
Sjómannamessa verður haldin á vegum Njarðvíkurkirkna í Bíósal Duus Safnahúsa á sjómannasunnudag 12. júní kl. 11:00. Séra Baldur Rafn Sigurðsson predikar og þjónar. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar. Í lok dagskrár verður lagður krans frá Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, við minnismerki sjómanna á Hafnargötu. Sjómenn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin.