Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. júní 2000 kl. 10:36

Sjómannadagurinn í Grindavík

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Grindavík og hófst með sjómannamessu k.13.00. Að henni lokinni var farið í skrúðgöngu að minnismerki sjómanna, þar sem lagður var blómsveigur. Meðal dagskráratriða var Grindavíkurhlaup og opna Fiskaness-golfmótið í öldungaflokki. Hátíðahöld við höfnina hófust eftir hádegi. Þar voru flutt ávörp og aldraðir sjómenn heiðraðir. Verkið Hafgúur, sem er Grindavíkurgjörningur Atla Heimis Sveinssonar, fyrir slipphljóðfæri og aðra hljóðgjafa sem tengjast hafinu og náttúruauðæfum Grindavíkur, var einnig frumflutt við mikla hrifningu viðstaddra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024