Sjómaður fluttur í land eftir að hafa klemmt sig
Sjómaður á bátnum Ásbirni RE sem var á Skerjardýpi var fluttur í land í Sandgerði í morgun og þaðan var honum ekið í sjúkrabíl á heilsugæslu Heilbrigðistofnunnar Suðurnesja. Maðurinn hafði klemmt sig á þumalfingri og blæddi töluvert úr honum. Gert var að sárum mannsins og honum leyft að fara að því loknu. Rólegt hefur verið hjá lögreglunni í Keflavík í dag og lítið fréttnæmt átt sér stað á vaktinni samkvæmt vaktstjóra.