Sjókayakferðir í yndislegu umhverfi
-góð leið til að upplifa íslenska náttúru
Reykjanes Seakayak er ungt fjölskyldufyrirtæki á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd sem er miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
Fyrirtækið býður upp á ferðir fyrir einstaklinga og smærri hópa á „Sit on Top“ kajökum og segir Brynjar Guðmundsson einn eiganda kajakana henta öllum og ekki þurfi til grunnkunnáttu til að róa þeim.
„Þátttakendur klæðast þurrbúningum og allar ferðir eru farnar með leiðsögn. Algengast er að fara í 1-2 tíma róður út að Gerðistandavita, en einnig er möguleiki á að panta sérstakar hópferðir og miðnætursiglingar sem eru toppurinn í sumar."
Reykjanes Seakayak hóf starfsemi vorið 2014, en undirtektir hafa að sögn Brynjars verið mjög góðar,
„Enda varla til yndislegri leið til að upplifa íslenska náttúru með fjölbreytt fuglalíf og forvitna seli" segir Guðmundur.
Umsagnir gesta má lesa bæði á Facebook síðu Reykjanes Seakayak og eins á Trip Advisor og hafa þær verið mjög góðar og þar má jafnframt sjá fjölda mynda frá þessum ferðum þar sem komist er í beina snertingu við náttúruna.
Hér má sjá umsögn gesta á Tripadvisor
FABULOUS EXPERIENCE - one of the highlights of our week in Iceland! Two hours paddling along a beautiful coast in the midnight sun was fantastic for our family of 4. Brynjar was a great instructor and he told us so much about the history of Iceland and its people! When we were done his wife made us a wonderful snack and we sat around and chatted for awhile. I can't recommend this experience enough - it was fantastic and made our whole trip!
Hér má sjá myndir frá einni ferðinni en þar var á ferð stórfjölskylda frá Ameríku. Konurnar eru mæðgur frá Kananda og svo má sjá hóp starfsmanna frá ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Unlimited.