Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóhúsið á Lambastöðum endurbyggt
Fimmtudagur 30. apríl 2009 kl. 08:51

Sjóhúsið á Lambastöðum endurbyggt


Sveitarfélagið Garður og eigendur Lambastaða hafa gert samning þess efnis að Byggðasafnið í Garðskaga fá afnotarétt af sjóhúsi Lambastaða ásamt uppsátrinu. Hugmyndin er að þarna verði hægt að byggja upp gott sýnishorn af sjóhúsi og hvernig bátar voru sjósettir í fyrri tíð. Auk þess stendur til að sýna hvernig fiskur var verkaður og veiðarfæri meðhöndluð.  Sveitarfélagið ber kostnað af vinnu við endurbyggingu hússins og lagfæringar á umhverfi en að öðru leyti verður afnotaréttur án endurgjalds.  Samningurinn gildir til 1. apríl 2019.

---

Mynd/OK – Á Garðskaga er sagan við hvert fótmál. Meðfram allri ströndinni eru varir, lendingar og minjar um forna atvinnuhætti. Með endurbyggingu sjóhússins á Lambastöðum er stuðlað að varðveislu þessarar sögu. Á efri myndinni er Sjóhúsið umrædda sem nú verður endurbyggt. Ljósmynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024