Sjöfn fékk 100 þúsund kr. í Samkaups appið
Sjöfn Þorgrímsdóttir var ein marga sem höfðu heppnina með sér í Jólalukku Víkurfrétta. Hún var dregin út úr jólalukkumiðum sem hún skilaði í kassa í Nettó og vann 100 þúsund krónu inneign í Samkaups appið. Sjöfn var ein 56 heppinna sem voru dregin út fyrir jól. Þá voru margir aðrir heppnir sem fengu vinninga á sínum Jólalukkumiðum en 6 þúsund vinningar, smáir sem stærri voru í Jólalukku Víkurfrétta 2021.
Við hvetjum fólk til að lesa yfir listann og sjá hvort þeir voru í hópi þeirra sem voru dregin út. Einnig hvetjum við jólalukkuvinningshafa að fara með miðana sína og ná í vinninga sína, sumir eru með styttri gildistíma.
Vinningshafar í Jólalukku Víkurfrétta 2021.