Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. júní 2001 kl. 09:38

SJÓÐANDI HEITT TVF- Piparsveinar Suðurnesja!

Tímarit Víkurfrétta, TVF fæst nú í öllum verslunum á Suðurnesjum. Blaðið kostar aðeins 399 krónur og er troðfullt af ljósmyndum af flottu Suðurnesjafólki; Er mynd af þér í TVF?
Áskriftarsíminn er 421-4717. Diddi Frissa segir frá baráttu sinni við Bakkus og boxinu, Margrét Þórhallsdóttir og Sigurður H. Jónsson eignuðust son með alvarlega hjartagalla í fyrra en hann braggast vel í dag, Ólöf Daðey Pétursdóttir lenti í ýmsum ævintýrum í Ekvador þar sem hún var skiptinemi, m.a. horfði hún á fólk skotið til bana fyrir framan nefið á sér. Sóley Sveins úr Keflavík er gift flóttamanni frá Íran en þau eru nú búsett í Osló. Esther Helga kórstjóri segir frá litríku lífi sínu, Sigrún Sævars er að gera það gott í London, nýgift og nóg að gera í tónlistinni hjá henni. Auk þess verður birtur listi með tíu heitustu piparsveinum Suðurnesja, listinn sem allir bíða eftir. Tímarit Víkurfrétta seldist upp síðast, ekki gleyma að næla þér í eintak ef þú vilt fylgjast með því sem er að gerast. Áskriftarsíminn er 421-4717.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024