Sjóarinn síkáti: Umframkeyrslan um 7 milljónir króna
	Bæjarráð Grindavíkur harmar það að ekki hafi verið farið eftir fjárheimildum hvað varðar umfang Sjóarans síkáta en umframkeyrslan er um 7 milljónir króna. „Slíkar framúrkeyrslur eru óheimilar án undangenginnar beiðni um viðauka,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs. 
	Bæjarráð Grindavíkur telur að nýráðinn sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs þurfi að leiða vinnu um framtíðarskipulag hátíðarinnar í samvinnu við frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð. 
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				