Sjö umsækjendur um starf forstöðumanns
Staða forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Grindavíkur var nýlega auglýst til umsóknar. Sjö karlmenn sóttu um stöðuna, fimm Grindvíkingar, einn úr Keflavík og einn Kópavogsbúi. Umsækjendur voru Símon Alfreðsson, Gunnlaugur Hreinsson, Arnbjörn Gunnarsson og Svavar Svavarsson úr Grindavík, Einar Einarsson Keflavík og Hermann Guðmundsson úr Kópavogi. Bæjarstjórn tekur málið nú til umfjöllunar og það skýrist á næstu dögum hver hreppir hnossið.