Sjö tilboð bárust í 2. áfanga hjúkrunarheimilis
ÍAV var með lægsta tilboðið í annan áfanga hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ en sjö tilboð bárust og voru tilboð opnuð sl. mánudag. Tilboð ÍAV hljóðar upp á 348 millj. króna sem er 73,58% af kostnaðaráætlun en í þessum áfanga verður unnið við uppsteypu og frágang utanhúss.
Næst lægsta tilboðið var frá Hjalta Guðmundssyni sem var upp á 75% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 459 millj. kr.
Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:
- ÍAV 338.044.694 73,58%
- Hjalti Guðmundsson 345.380.502 75,18%
- JÁ Verk 380.900.000 82,9%
- Húsagerðin 382.260.700 83,2%
- Atafl 385.396.103 83,9%
- Eykt 399.375.224 86,9%
- Ístak 399.563.210 87.0%
Unnið veður í yfirferð tilboða næstu daga.