Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 8. júní 2000 kl. 14:42

Sjö stúlkum synjað um landgöngu

Í gærkvöldi voru 7 konur stöðvaðar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli og þeim synjað um landgöngu. Staðfest var að fimm þeirra hefðu komið til að dansa í næturklúbbum, án tilskilinna leyfa. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli og á visir.isKonurnar voru að koma frá Kaupmannahöfn og voru stöðvaðar við vegabréfaskoðun hjá Tollgæslunni. Grunur vaknaði um að konurnar, sem voru frá Eistlandi og Lettlandi, væru að koma hingað til þess að dansa á næturklúbbum, en til þess höfðu þær ekki tilskilin leyfi. Nýlega tóku gildi breygingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, þar sem fram kemur að þeir sem koma fram á næturklúbbum þurfi atvinnuleyfi. Við rannsókn lögreglu staðfestist að fimm kvennanna voru að koma hingað í framangreindum tilgangi, en tvær þeirra sögðust vera ferðamenn. Þær höfðu hins vegar ekki nægilegt fé sér til framfærslu eins og tilskilið er í lögum um eftirlit með útlendingum. Konunum var því öllum synjað um landgöngu og fóru þær til baka til Kaupmannahafnar kl. tvö í nótt.Þetta er í fyrsta sklipti sem reynir á þessa lagabreytingu sem Alþingi gerði í vor, en fast mun verða gengið eftir því hjá embættinu að lögum þessum verði framfylgt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024