Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. mars 2003 kl. 10:16

Sjö starfsmönnum sagt upp hjá Reykjanesbæ

Sjö starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá áhaldahúsi Reykjanesbæjar. Að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar framkvæmdastjóra umhvefis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar hefur öllum starfsmönnunum verið útveguð vinna hjá 4-5 verktakafyrirtækjum á Suðurnesjum: „Við erum að færa ákveðna starfsemi frá bænum og það líður enginn fyrir þessar uppsagnir því þessum starfsmönnum hefur verið tryggð vinna. Það færist sífellt í vöxt að verktaka bæjarfélaga sé færð til einkafyrirtækja og þjónustan gerð skilvirkari. Auðvitað er alltaf erfitt að segja upp starfsfólki, en eins og ég sagði hefur þessum starfsmönnum verið útveguð vinna og við munum halda í hendina á þessum starfsmönnum til að byrja með,“ sagði Viðar Már í samtali við Víkurfréttir.Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi rétt í þessu verið að heyra af þessum uppsögnum: „Þessar fréttir komu eins og þruma úr heiðskýru lofti og veldur mér miklum áhyggjum. Það var ekkert samráð haft við verkalýðsfélagið eða trúnaðarmann starfsmanna varðandi þessar uppsagnir.“ Kristján telur að það skjóti skökku við að á meðan atvinnuástandið á Suðurnesjum sé mjög slæmt skuli Reykjanesbær segja upp starfsfólki: „Ég hef staðið í þeirri trú að sveitarfélögin væru að reyna að efla atvinnu með því að ráða fólk, en ekki segja upp fólki.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024