Sjö smit og 420 bólusettir með þriðja skammti
Sjö einstaklingar á Suðurnesjum greindust með jákvæð sýni eftir sýnatöku hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á Iðavöllum í Reykjanesbæ í gær, fimmtudag. Alls voru tekin 339 sýni í gær.
Byrjað er að gefa þriðja skammt bóluefna á Suðurnesjum. Þannig hefur framlínufólk verið að fá örvunarbólusetningu á síðustu dögum. Á miðvikudaginn voru 420 einstaklingar bólusettir með örvunarskammti á Iðavöllum og verkefnið mun halda áfram en tilkynnt var í dag að 160.000 einstaklingar verða boðaðir í þriðju sprautuna gegn Covid-19 áður en árið er liðið.