Sjó skefur langt upp á land í Garði
Kolvitlaust veður er út í Garði en þar sýndu mælar Veðurstofunnar 23 metra á sekúndu núna klukkan 6. Það bætir ekki úr skák að sjávarstaða er há og skefur sjó langt upp á land. Í Keflavíkurhöfn eru fljótandi fiskikör á víð og dreif. Fréttamaður Víkurfrétta mætti skæðadrífu af fjúkandi þakplötum á leið sinni út í Garð nú fyrir stundu og eru björgunarsveitarmenn mættir á vettvang en þeir fengu fyrstu útköllin strax upp úr kl. 5 í morgun þegar þakplötur fóru að losna í Keflavík og Grindavík.
Þá var að berast tilkynning um að þakplötur væru farnar að fjúka í Klettási í Njarðvík og eru björgunarsveitamenn á leið þangað
Myndir frá Garði nú fyrir stundu. Björgunarsveitarmenn að hemja þakplötur.
VF-myndir. Hilmar Bragi