Sjö sagt upp hjá Símanum í Keflavík og versluninni lokað
Verslun Símans í Keflavík verður lokað 1. mars nk. Starfsfólki í versluninni hefur verið sagt upp. Um er að ræða sjö stöður í Keflavík en alls er um að ræða 29 stöður á landinu öllu. Af þeim hefur 10 manns verið boðin önnur vinna hjá Símanum.
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að möguleiki er á því að samstarfsaðilar Símans ráði viðbótarfólk til sín. Fyrst og fremst er um áherslubreytingar í verslunarrekstri að ræða. Þjónusta við íbúana verður ekki skert þar sem Síminn mun vinna með endursöluaðilum og ekki hætta starfsemi fyrr en þeir hafa tekið við.
Gengið hafi verið frá viljayfirlýsingu við Pennann um sölusamstarf sem mun fela í sér að Penninn verður einn endursöluaðila Símans.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta skilaði verslun Símans í Keflavík tugmilljóna hagnaði árið 2004 en ekki er vitað hvernig síðasta rekstrarár var. Nýverið var allt húsnæði verslunarinnar í Keflavík endurnýjað og innréttað að nýju.
Mynd: Verslun Símans í Keflavík nú í morgunsárið.
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að möguleiki er á því að samstarfsaðilar Símans ráði viðbótarfólk til sín. Fyrst og fremst er um áherslubreytingar í verslunarrekstri að ræða. Þjónusta við íbúana verður ekki skert þar sem Síminn mun vinna með endursöluaðilum og ekki hætta starfsemi fyrr en þeir hafa tekið við.
Gengið hafi verið frá viljayfirlýsingu við Pennann um sölusamstarf sem mun fela í sér að Penninn verður einn endursöluaðila Símans.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta skilaði verslun Símans í Keflavík tugmilljóna hagnaði árið 2004 en ekki er vitað hvernig síðasta rekstrarár var. Nýverið var allt húsnæði verslunarinnar í Keflavík endurnýjað og innréttað að nýju.
Mynd: Verslun Símans í Keflavík nú í morgunsárið.