Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö Rúmenum vísað frá Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 21. febrúar 2003 kl. 15:40

Sjö Rúmenum vísað frá Keflavíkurflugvelli

Landamæradeild sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli vísaði í síðustu viku sjö rúmenskum ríkisborgurum frá landinu. Þegar fólkið kom til landsins sótti það um hæli en dró síðan hælisumsóknina til baka og var þá vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir að þegar um slíkan fjölda einstaklinga sé að ræða í einni og sömu ferðinni vakni óhjákvæmilega grunsemdir um að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða.Í tilkynningu frá embætti sýslumannsins segir að ólöglegir innflytjendur sæki í auknum mæli til Íslands í atvinnuleit. Landamæradeild sýslumannsembættisins hafi í samvinnu við Útlendingastofnun, brugðist við því með hertu eftirliti með dvalar- og atvinnuleyfum við komu erlendra ríkisborgara til landsins.
Það sem af er árinu 2003 hefur lögreglan á Keflavíkurflugvelli vísað 14 erlendum ríkisborgurum úr landi, þar af þremur Bandaríkjamönnum, þremur Lettum, 7 Rúmenum og einum Eþíópíumanni. Af þessum 14 var 12 vísað frá vegna skorts á dvalar- eða atvinnuleyfum. Er þar um að ræða verulega aukningu miðað við síðustu 2 ár en í fyrra var 64 erlendum ríkisborgurum vísað frá, þar af 14 vegna skort á dvalar- eða atvinnuleyfum. Á árinu 2001 var 103 einstaklingum vísað frá landinu, þar af 9 vegna skorts á áðurnefndum leyfum.
Verulegt umstang getur fylgt frávísun erlendra ríkisborgara frá landinu, m.a. vegna þess að í mörgum tilvikum þurfa lögreglumenn frá embættinu að fylgja einstaklingunum úr landi til ákvörðunarstaðar þeirra.

Frétt af fréttavef Morgunblaðsins

Ljósmynd: Mats
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024