Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö ökumenn keyrðu of hratt
Föstudagur 13. september 2013 kl. 14:08

Sjö ökumenn keyrðu of hratt

Einn mældist á 144 km hraða

Lögreglan á Suðurnesjum kærði sjö ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 144 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður, sem einnig ók of hratt var ekki með bílbeltið spennt. Fjórir ökumenn til viðbótar sinntu ekki stöðvunarskyldu. Þá var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.

Loks voru skráningarnúmer klippt af fjórum bifreiðum, sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar innan tilskilins tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024