Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjö ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum – fjórir reyndust próflausir
Miðvikudagur 7. janúar 2009 kl. 08:50

Sjö ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum – fjórir reyndust próflausir



Sjö ökumenn voru stöðvaðir í nótt af Lögreglunni á Suðurnesjum og sérsveitarmönnum við almennt eftirlit. Þessir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra voru grunaðir um akstur undir áhrifum kannabisefna, þrír undir áhrifum amfetamíns og einn undir áhrifum kókaíns. Lítilræði af kannabisefni fannst við leit á einum ökumanninum og í bifreið hans. Fjórir af þessum ökumönnum reyndust vera sviptir ökuréttindum. Einn ökumannanna brást mjög illa við afskiptum lögreglu, barðist um á hæl og hnakka en róaðist eftir langt tiltal á lögreglustöð, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.
Einn einstaklingur var vistaður í fangahúsi eftir ölvun og ólæti í heimahúsi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024