Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjö með of þungan bensínfót
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 09:54

Sjö með of þungan bensínfót

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af sjö ökumönnum í vikunni, sem allir óku yfir leyfilegum hámarkshraða. Brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 128 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni, en þar er leyfilegur hámarkshraði níutíu kílómetrar á klukkustund.

Auk þessa óku þrír ökumenn án þess að hafa öryggisbelti spennt. Loks var tæplega fertug kona stöðvuð, þar sem hún ók án ökuréttinda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024