Sjö manns á Gullfoss og Geysi!
Eingöngu sjö manns fara að Gullfossi og Geysi í dag með hópferð ferðaþjónustufyrirtækisins A-tours. Rútur Kynnisferða fara að jafnaði með 150-350 farþega á dag þennan vinsæla ferðamannarúnt.Friðrik Árnason hjá A-tours sagðist hafa sent tilkynnigu á öll hótel í Höfuðborginni í gær og látið vita að fyrirtækið væri með hópferðabíla þar sem bílstjórar væru ekki í verkfalli. Eingöngu sjö manns vildu nýta sér ferðir fyrirtækisins í dag - aðrir kjósa að sitja heima á hóteli og Geysir gýs í dag.