Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö kaupsamningar í desember
Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 09:16

Sjö kaupsamningar í desember


Alls var sjö fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í desember síðastliðnum. Þrír samningar voru vegna viðskipta um sérbýli, einn um fjölbýli og þrír um aðrar eignir. Alls var velta þeirra 80 milljónir króna.

Það leynist engum að efnahagshrunið haustið 2008 lék fasteignamarkaðinn illa eins og tölurnar glögglega sýna. Til samanburðar var 28 fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í desember 2008. Veltan var þá 484 milljónir króna.
Í desember 2007, þegar smjör draup af hverju strái, var 56 kaupsamningum þinglýst með veltu upp á rúma 1,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum Fasteignaskrár ríkisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024