Sjö íbúðir fyrir fatlaða rísa við Stapavelli
Íbúðalánasjóður hefur samþykkt umsókn Brynju – Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar sjö íbúða við Stapavelli 16 – 22 í Reykjanesbæ. Um er að ræða búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Bæjarstjórn Reykjanesbær hafði áður samþykkt stofnframlag af hálfu sveitarfélagsins.
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, skýrði frá því á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar að lokið hefur verið við deiliskipulagningu svæðisins og að vinnu við nánari þarfagreiningu verði lokið á næstunni. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði teknar í notkun á árinu 2021. Velferðarráð fagnar nýju búsetuúrræði, segir í gögnum frá fundi ráðsins.