Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö geislaspilurum stolið úr vinnuvélum á Suðurstrandarvegi
Þriðjudagur 5. júlí 2005 kl. 01:17

Sjö geislaspilurum stolið úr vinnuvélum á Suðurstrandarvegi

Á níunda tímanum í gærmorgun, mánudagsmorgun, var tilkynnt um þjófnaði úr vinnuvélum þar sem framkvæmdir eru við Suðurstrandarveg. Þar hafði verið farið í sjö vinnuvélar. Hafði Boss geislaspilurum verið stolið úr sex þeirra og Pioneer geislaspilara úr einni þeirra. Skemmdir höfðu verið unnar á einni vélinni. Sex vélanna eru í eigu Háfells og ein í eigu Ýtings. Ekki er vitað hver var þarna á ferð og lýsir lögreglan eftir grunsamlegum mannaferðum.

Myndin: Frá framkvæmdum við Suðurstrandarveg  við Grindavík.

VF-mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024