Sjö ára stelpa varð fyrir bíl í Grindavík
				
				Sjö ára stúlka varð fyrir bíl á mótum Leynisbrautar og Heiðarhrauns í Grindavík um klukkan hálf sjö í kvöld. Stúlkan var að leik ásamt hópi barna þegar hún virðist hafa skyndilega hlaupið út á götuna og í veg fyrir bílinn. Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítala - háskólasjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum læknis fékk stúlkan kúlu á höfuðið og mar hér og þar um líkamann. Hún fær að öllum líkindum að fara heim á morgun, segir á vef mbl.is.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				