Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjö af hverjum tíu hafa fundið fyrir mengun frá kísilverinu
Mánudagur 18. september 2017 kl. 06:00

Sjö af hverjum tíu hafa fundið fyrir mengun frá kísilverinu

Sjö af hverjum tíu hafa fundið fyrir mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík miðað við niðurstöður úr vefkönnun Víkurfrétta á vf.is. 69% svöruðu því játandi hvort þau hafi fundið fyrir mengun eða orðið var við hana. Nærri 1800 manns hafa tekið þátt í könnuninni sem er lang mesta þátttaka í vefkönnun vf.is.

31% sögðust ekki hafa fundið fyrir mengun frá kísilverinu en umræða um mengun náði hámarki nýlega en eftir að eldur kom upp í verksmiðjunni hefur verið slökkt á honum. Ekki verður kveikt aftur á honum næstu mánuði en félagið er í greiðslustöðvun. Í tilkynningum frá því hefur komið fram að stefnt sé að því að koma rekstri verksmiðjunnar í gang að nýju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024