Heklan
Heklan

Fréttir

Sjö á hraðferð – einn sviptur ökurétttindum
Mánudagur 17. september 2007 kl. 09:29

Sjö á hraðferð – einn sviptur ökurétttindum

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær.  Sá er hraðast ók mældist á 137 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.  Næturvaktin hófst kl. 19:00.
Tveir þessara ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á Vogastapa, þar sem þrengingar eru á veginum.  Annar mældist á 98 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. Hinn mældist á 113 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina við Hringbraut, þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.



Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25