Sjö á hraðferð
Sjö ökumenn voru í gær kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Suðurnesjalögreglu. Sá sem hraðast ók var á 70 km/klst á Norðurvöllum í Reykjanesbæ þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Viðkomandi var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir að aka á nelgdum hjólbörðum en slíkt er óheimilt á þessum árstíma.
Einn ökumaður var stöðvaður stöðvaðurá næturvakt lögreglunnar vegna gruns um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Sá er einnig grunaður um nytjastuld á ökutækinu sem hann ók. Annars var nóttin róleg hjá lögreglunni á Suðurnesjum.