Sjávarútvegsrisi á Suðurnesjum verður til
Gengið hefur verið frá sameiningu fyrirtækjanna Fiskaness hf og Þorbjarnar hf. í Grindavík og Valdimars hf. í Vogum. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Sameiningin miðast við 30. júní og hefst starfsemi undir sameiginlegri yfirstjórn þann 1.september. Nafni Þorbjarnar hf. verður breytt í Þorbjörn - Fiskanes hf. Velta fyrirtækjanna á síðasta ári nam samtals 4.470 milljónum og skiluðu félögin öll hagnaði. Veiðiheimildir sameinaðs fyrirtækis verða alls um 20.800 þorskígildistonn innan og utan lögsögu, og er þorskur þar af um 9.600 tonn.Rekstur hins sameinaða fyrirtækis verður í Grindavík og Vogum og gerir það út báta, frystiskip, skip á uppsjávarfiski, og rekursaltfiskvinnslu og vinnslu á ferskum fiski til útflutnings, ásamt landfrystingu og lagmetisiðju.Við samrunann verður skiptingin þannig að eigendur Fiskaness hf. fá 35,3%,hluthafar Valdimars hf. fá 16% hlut í og hlutur hluthafa í Þorbirni hf 48,7% hinu sameinaða fyrirtæki. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verður Eiríkur Tómasson. Fyrirtækið er skráð áaðallista Verðbréfaþings Íslands. Markmiðið með sameiningunni segja forráðamenn fyrirtækjanna að ná fram hagræðingu í nýtingu eigna fyrirtækjanna, og tryggjaáframhaldandi öflugan rekstur í sjávarútvegi á Suðurnesjum. Eiríkur segir að aðdragandi sameiningarinnar hafi verið mjög stuttur en hins vegar hafi þetta verið að gerast lengi og viðræður hafi tekið skamman tíma. „Menn voru ákveðnir þegar þeir settust niður. Hugur okkar stendur til okkar byggðarlaga og með sameiningunni teljum við okkur vera að tryggja sess Suðurnesja í sjávarútveginum“.Fyrirtækin sem sameinast, hafa verið starfrækt í Grindavík og í Vogum í marga áratugi og hafa öll verið lengst af fjölskyldufyrirtæki, en sl. tæp þrjú ár hefur Þorbjörn hf verið skráð á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Íslandsbanki - FBA hf.aðstoðaði við samruna þessara félaga