Sjávarútvegsráðherra opnar bátasýningu á morgun
Sjávarútvegsráðherra mun opna formlega sýningu á bátasafni Gríms Karlssonar í Duus húsum laugardaginn 11. maí n.k. kl. 14.00. Grímur Karlsson er fyrrverandi skipstjóri í Reykjanesbæ sem smíðað hefur bátalíkön sem sýna þróun báta á Íslandi frá 1860 til vorra daga. Reykjanesbær er nú eigandi safnsins en Fjárlaganefnd Alþingis veitti 8.5 milljónum til kaupa á safninu og koma því í sýningarhæft form.
Safnið verður deild innan Byggðasafns Suðurnesja og hefur verið unnið að því sl. ár að koma sýningarhúsnæði í fullnægjandi horf. Safnið verður fyrst og fremst umgjörð um bátalíkönin en í gegnum þau á að segja sögu sjómennsku á Íslandi. Þar verða einnig til sýnis þeir hlutir sem Byggðasafnið á og tengjast sögu sjávarútvegs á Íslandi.
Safnið verður staðsett í þeim hluta Duus húsanna þar sem áður var fiskverkunarhús en elsti hluti þeirra, Bryggjuhúsið, var byggt árið 1877.
Sigurjón Jóhannsson, leikmyndasmiður er hönnuður sýningarinnar og
arkitektastofan Gata hefur séð um hönnun húsnæðisins.
Frétt frá Reykjanesbæ.
Safnið verður deild innan Byggðasafns Suðurnesja og hefur verið unnið að því sl. ár að koma sýningarhúsnæði í fullnægjandi horf. Safnið verður fyrst og fremst umgjörð um bátalíkönin en í gegnum þau á að segja sögu sjómennsku á Íslandi. Þar verða einnig til sýnis þeir hlutir sem Byggðasafnið á og tengjast sögu sjávarútvegs á Íslandi.
Safnið verður staðsett í þeim hluta Duus húsanna þar sem áður var fiskverkunarhús en elsti hluti þeirra, Bryggjuhúsið, var byggt árið 1877.
Sigurjón Jóhannsson, leikmyndasmiður er hönnuður sýningarinnar og
arkitektastofan Gata hefur séð um hönnun húsnæðisins.
Frétt frá Reykjanesbæ.