Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjávarútvegsráðherra í opinbera heimsókn til Grindavíkur
Föstudagur 10. febrúar 2006 kl. 13:55

Sjávarútvegsráðherra í opinbera heimsókn til Grindavíkur

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kom í heimsókn til Grindavíkur í vikunni til viðræðna við útgerðamenn og fulltrúa Grindavíkurbæjar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Grindavíkurbæjar í dag.

Grindavíkurbær bauð ráðherra til kynningar á starfsemi bæjarfélagsins og viðræðna um ýmis mál tengd sjávarútvegi. Grindavík er um þessar mundir einn öflugasti útgerðarbær landsins með um 37.000 þorskígildistonna kvóta og þar með mesta kvóta alla bæjarfélaga á landinu. Mörg öflug útgerðarfyrirtæki eru rekinn í Grindavík og eru skráðir um 65 bátar og skip í Grindavík. Rætt var um afkomu sjávarútvegsfyrirtæka þar sem fram kom mikil óánægja með skattlagningu gengishagnaðar þeirra.

Jafnframt var rætt um nýja lagasetningu ráðherra þar sem gert er ráð fyrir kvótahámarki í krókaaflamarki en  í frumvarpi gert ráð fyrir 6% þaki í þorski og 9% í ýsu. Mikil óánægja kom fram á fundinum með þessar takmarkanir sem beinist aðalega gagnvart einu fyrirtæki í Grindavík sem hefur nú um 7% kvóta í þorski og yfir 10% í ýsu. Verði af óbreyttri lagasetningu liggur fyrir að það fyrirtæki þarf að selja frá sér kvóta.
Fram kom sú krafa að hafa þetta þak það sama og  fyrir þau fyrirtæki sem starfa í aflamarkskerfi stærri skipa.

Mynd af www.grindavik.is: Einar K. Guðfinnson ráðherra, annar frá vinstri, hlýðir á erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024