Sjávarperla risin í Grindavík
Í Grindavík er risinn herragarður sem hefur fengið nafnið Sjávarperlan. Húsinu er ætlað að mæta auknum straumi ferðamanna til bæjarins og bæta kryddi í litlveru bæjarbúa. Áætlað er að hefja starfsemi hússins 23. mars.
Húsið er byggt sem veitingahús, og er á tveimur hæðum, samtals tæpir 500 fermetrar að gólffleti. Á efri hæð hússins er 170 fermetra veislusalur ásamt bar, en á neðri hæð er veitingasalur, eldhús, koníaksstofa, bar og önnur sú aðstaða sem til þarf í slíku húsi. Bjálkahúsið stendur við Krók 2 sem er í verðandi miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Sameignarfélagið J.E.G. s.f, sem er í eigu Jóns H. Jónssonar Einars Bjarnasonar og Guðmundar K. Tómassonar, byggði húsið en það er keypt af Bjálkabyggingu ehf, sem flytur það inn frá Eistlandi. Eislenskir iðnaðarmenn sáu um að reisa og byggja Sjávarperluna, Grindin reisti undirstöður þess og hönnuður er Tækniþjónusta SÁ ehf í Keflavík
Húsið er byggt sem veitingahús, og er á tveimur hæðum, samtals tæpir 500 fermetrar að gólffleti. Á efri hæð hússins er 170 fermetra veislusalur ásamt bar, en á neðri hæð er veitingasalur, eldhús, koníaksstofa, bar og önnur sú aðstaða sem til þarf í slíku húsi. Bjálkahúsið stendur við Krók 2 sem er í verðandi miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Sameignarfélagið J.E.G. s.f, sem er í eigu Jóns H. Jónssonar Einars Bjarnasonar og Guðmundar K. Tómassonar, byggði húsið en það er keypt af Bjálkabyggingu ehf, sem flytur það inn frá Eistlandi. Eislenskir iðnaðarmenn sáu um að reisa og byggja Sjávarperluna, Grindin reisti undirstöður þess og hönnuður er Tækniþjónusta SÁ ehf í Keflavík