Sjávarofsi við Ægisgötuna
Sjórinn virðist vera eitthvað önugur ef eitthvað er að marka öldurótið og hamaganginn við Ægisgötuna í Keflavík þar sem sjórinn gengur langt upp á land og gusast yfir fólk og fasteignir.
Bíll ljósmyndara fékk aldeilis að finna fyrir saltvatninu eins og sjá má í meðfylgjandi myndum sem teknar voru fyrir stundu.
Ef grannt er skoðað má greina örlítinn regnboga á myndinni hér að ofan
Myndir: Eyþór Sæmundsson