Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit á Grindavíkurvegi
Vegagerðin er að skoða að setja upp nýja gerð myndavéla við Grindavíkurveg sem mælir meðalhraða á milli tveggja myndavéla. Þetta er á sex til sjö kílómetra kafla á veginum.
	Samkvæmt skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit hefur unnið fyrir Vegagerðina hefur slysum fækkað töluvert þar sem þessari gerð af  myndavélum hefur verið komið upp. Sjálfvirkt eftirlit á meðalhraða bifreiða fækkar slysum stórlega og sparar samfélaginu peninga. Þetta kemur fram í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. Rannsakað var hvaða vegakaflar ættu hafa forgang til koma upp myndavélunum og var Grindavíkurvegur einn af þessum köflum.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				