Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjálfvirk landamærahlið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar?
Laugardagur 22. ágúst 2015 kl. 14:10

Sjálfvirk landamærahlið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar?

Hagkvæmt er talið að setja upp allt að tíu sjálfvirk landamærahlið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta er niðurstaða vinnuhóps sem unnið hefur að greiningu á hagkvæmni og skilvirkni slíkra hliða. Þetta kemur fram í ársskýrslu 2014 embættis Lögreglustjórans á Suðurnesnum.

Snemma árs 2014 var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til þess að greina hagkvæmni og skilvirkni sjálfvirkra landamærahliða (e. Automatic Border Control, ABC) með landamæravörslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að leiðarljósi. Vinnuhópinn skipa fulltrúar frá ISAVIA, Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Á fyrsta fundi vinnuhópsins var ákveðið að sækja Frontex ráðstefnu á Gatwick - flugvelli í Bretlandi. Einnig var farin vettvangsferð á flugvöllinn í Helsinki þar sem sjálfvirk landamærahlið voru skoðuð en Finnar eru komnir hvað lengst í innleiðingu á þessari tækni við landamæravörslu. Unnin var margvísleg rannsóknarvinna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er varðar afgreiðslutíma um landamærin sem síðan var sett upp í hermilíkan. Niðurstaða af þessari vinnu varð sú að hagkvæmt er talið að setja upp allt að 10 sjálfvirk landamærahlið. Þess ber að geta að þótt umrædd hlið séu talin munu gagnast vel munu þau þó engan veginn leysa af hólmi lögreglu og landamæraverði og með þeim þarf stöðugt að fylgjast.

Áfram verður unnið að þessu verkefni á næsta ári, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024