Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfvirk landamærahlið á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 11:58

Sjálfvirk landamærahlið á Keflavíkurflugvelli

Tólf sjálfvirk landamærahlið verða sett upp á Keflavíkurflugvelli í sumar. Gert er ráð fyrir að tilkoma þeirra hraði afgreiðslu við landamæraeftirlit og auki þægindi farþega. Í tilkynningu frá Isavia segir að á dögunum hafi verið skrifað undir samning við fyrirtækið Secunet um uppsetningu hliðanna. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði. Sjálfvirk landamærahlið hafa verið tekin í notkun á flugvöllum víða í Evrópu.

„Við erum hæst ánægð með að taka í noktun sjálfvirk landamærahlið á Keflavíkurflugvelli,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Hann segir að unnið hafi verið markvisst að því að auka sjálfvirkni á flugvellinum og þegar hliðin verði komin upp verði búið að innleiða sjálfsafgreiðslu á öllum helstu stöðum þar sem biðraðir geti myndast. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni eru frá vinstri: Jón Pétur Jónsson, yfirmaður löggæslu á Keflavíkurflugvelli, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Guðmundur Karl Gautason, stjórnandi aðgerðagreiningar hjá Isavia, Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, Christian Rutigliano, yfirmaður sölu hjá secunet og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.