Sjálfstæðismenn samþykktu kaupsamninginn
Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarráði Reykjanesbæjar samþykkti í morgun samning Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um kaup og sölu á hlutum í HS Orku og HS Veitu. Samningurinn verður lagður fyrir bæjarstjórn í vikunni. Minnihlutinn (A-listinn) greiddi atkvæði gegn samkomulaginu.
Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy er samstarfsaðili GGE í kaupunum en saman gætu þessi fyrirtæki eignast nær allt hlutafé í HS Orku. Samkvæmt því sem fram kemur í frétt RÚV ætlar Reykjanesbær að skuldbinda sig til að aðstoða fyrirtækin í þeirri viðleitni og reyna að tryggja sem sterkasta stöðu þeirra inn HS Orku.
Sjá frétt RÚV hér http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288266/
Aðrar tengdar greinar á vf.is :
Ugla mótmælir sölu Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy
Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku
Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ
Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning
Undrast samingsdrög um landakaup Reykjanesbæjar í lögsögu Grindavíkur
Reykjanesbær eignast jarðhitaréttindi
Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy
---
VFmynd/elg - Reykjanesvirkjun