Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfstæðismenn ræða við K-lista um nýjan meirihluta í Sandgerði
Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 16:18

Sjálfstæðismenn ræða við K-lista um nýjan meirihluta í Sandgerði

Í kvöld fara fram viðræður Sjálfstæðismanna við fulltrúa K-lista í bæjarstjórn Sandgerðis um myndun nýs meirihluta. Sjálfstæðismenn ræddu við fulltrúa Framsóknarmanna og Sandgerðislistans um myndun nýs meirihluta rétt eftir kosningar. Upp úr þeim viðræðum slitnaði, vegna kröfu Framsóknarmanna um að láta núverandi bæjarstjóra Sandgerðis, Sigurð Val Ásbjarnarson, hætta. Sjálfstæðismenn voru ekki ánægðir með þá tillögu og slitu viðræðum. Í kvöld mun fundur K-lista, lista óháðra borgara og Samfylkingarinnar fara fram en K-listi fékk 3 menn kjörna inn í bæjarstjórn og D-listi 1 mann. Þetta satðfesti Reynir Sveinsson, fulltrúi sjálfstæðismanna í Sandgerði í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024