Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfstæðismenn opna kosningaskrifstofu sína á laugardag
Ragnheiður Elín Árnadóttir verður m.a. við opnun skrifstofunnar á morgun.
Föstudagur 5. apríl 2013 kl. 12:42

Sjálfstæðismenn opna kosningaskrifstofu sína á laugardag

Á morgun, laugardaginn 6. apríl munu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ opna kosningaskrifstofu sína að Brekkustíg 39. í Reykjanesbæ kl. 17:00.

Opnun kosningaskrifstofunnar markar upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en í tilkynningu frá flokknum eru sjálfstæðismenn, sem og aðrir íbúar Reykjanesbæjar hvattir til að mæta og taka með sér gesti.
Frambjóðendur flokksins, þ.á.m. tilvonandi Suðurnesjaþingmennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason verða á staðnum og kynna kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins. Boðið verður upp á léttar veitingar og mikla gleði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024