Sjálfstæðismenn og Viðreisn í Reykjanesbæ
Stjórnmálaflokkarnir voru á ferðinni um landið í kjördæmaviku. Þingmenn Viðreisnar voru á Suðurnesjum í upphafi vikunnar og heimsóttu nokkra vinnustaði. Sama gerðu fleiri flokkar. Tíðindamenn Víkurfrétta hittu þingmenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins á ferðinni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar fór með sitt fólk í mat á Réttinn í hádeginu og þar spjallaði hún við Magnús Þórisson, eiganda staðarins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiptu liði í ferð sinni um Suðurnes í kjördæmavikunni sem lauk í síðustu viku. Þau Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, sem sögð var taka við dómsmálaráðuneytinu um mitt kjörtímabil, heimsóttu m.a. lögregluna á Suðurnesjum í ferð sinni um svæðið. Þau heimsóttu lögreglustöðina við Hringbraut. Það húsnæði hefur fyrir löngu sprengt utan af sér starfsemina og hafa t.a.m. gámar verið settir upp við húsið til að leysa bráðan vanda. Þau sögðu ljóst að bregðast þurfi við ástandinu. Þau Jón og Guðrún heimsóttu einnig Brunavarnir Suðurnesja á ferð sinni. Þar á bæ eru húsnæðismálin í betra standi en hjá lögreglunni. VF-myndir/Hilmar Bragi.
Jón Gunnarsson, ráðherra lögreglumála á spjalli við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis ræddi við Bjarney Annelsdóttur, yfirlögregluþjón.