Sjálfstæðismenn og Framsókn ræða meirihlutasamstarf í Grindavík
Sjálfstæðismenn í Grindavík funda í kvöld með Framsóknarmönnum um meirihlutasamstarf á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn áttu í meirihlutasamstarfi undir lok síðasta kjörtímabils en meirihlutinn í Grindavík sprakk reyndar tvisvar á síðasta kjörtímabili.Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stofnuðu til meirihlutasamstarfs eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1998 en sá meirihluti sprakk vegna deilna um áhaldahús bæjarins. Bæjarmálafélag jafnaðar og félagshyggju og Framsóknarflokkur stofnuðu þá til meirihlutasamstarfs sem entist fram í miðjan marsmánuð í fyrra þegar upp kom "trúnaðarbrestur" og menn komust að því að samstarfið var ekki "alvöru hjónaband". Þá tóku Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn þráðinn upp að nýju, enda höfðu þeir áður átt í 17 ára farsælu samstarfi.
Hvað kemur út úr viðræðunum í kvöld er ekki ljóst á þessari stundu en vilji er til samstarfs þessara flokka.
Hvað kemur út úr viðræðunum í kvöld er ekki ljóst á þessari stundu en vilji er til samstarfs þessara flokka.