Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfstæðismenn með opinn fund um málefni HS
Fimmtudagur 8. nóvember 2007 kl. 16:16

Sjálfstæðismenn með opinn fund um málefni HS

Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ boða til opins fundar í kvöld um málefni Hitaveitu Suðurnesja. Fundurinn verður í Njarðvíkurskóla og hefst kl. 20. Frummælendur á fundinum verða Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja,  Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Skipuleggjendur leggja áherslu á að fundurinn er opinn öllum.

Tekist hefur verið harkalega á um málefni Hitaveitu Suðurnesja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Minnihlutinn hefur m.a. ráðið til sín lögfræðing til kanna lögmæti þess hvernig staðið var að sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS til Orkuveitu Reykjavíkur. Þá hafa viðbröð almennings verið afar sterk sem berlega kom í ljós við undirskriftasöfnun Hannesar Friðrikssonar.


Í Víkurfréttum í dag er heilsusíðugrein eftir Árna Sigfússon, þar sem hann talar um að „persónulegar árásir" sem greinilega séu til þess fallnar að höggi á hann og gera ótrúverðugan.

Greinina má lesa hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024