Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfstæðismenn með opinn fund um málefni HS
Mánudagur 5. nóvember 2007 kl. 12:46

Sjálfstæðismenn með opinn fund um málefni HS

Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ hafa boðað til opins fundar um málefni Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvíkurskóla næsta fimmtudag kl. 20. Í tilkynningu segir að Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, ásamt Ásgeiri Margeirssyni, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, verði frummælendur.


Í tilkynningunni segir einnig: „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarnar vikur um stöðu Hitaveitu Suðurnesja og eignarhald. Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ vilja opna umræðuna og hafa fengið til þess þá aðila sem hafa hvað mesta þekkingu á málunum. Eftir ávarp frummælenda verður opnað fyrir fyrirspurnir. Fundarstjóri fundarins verður Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ eru Sjálfstæðisfélag Keflavíkur, Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur, Heimir félag ungra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvennfélagið Sókn.“


Skipuleggjendur leggja áherslu á að fundurinn er opinn öllum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024