Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta í Reykjanesbæ
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ bætir við sig einum bæjarfulltrúa, fær nú fimm, þegar búið er að telja 3.331 atkvæði, en 5.960 eru á kjörskrá.Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið 1.711 atkvæði, Framsóknarflokkurinn 439 atkvæði og Samfylkingin 1.135 atkvæði. Framsóknarflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa, er nú með einn bæjarfulltrúa, en Samfylkingin er með fjóra bæjarfulltrúa.
Árni Sigfússon, bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna, sagði þessa niðurstöðu koma skemmtilega á óvart. Sjálfstæðismenn hafi stefnt á að halda fimm mönnum og það hafi tekist og rúmlega það.
Árni Sigfússon, bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna, sagði þessa niðurstöðu koma skemmtilega á óvart. Sjálfstæðismenn hafi stefnt á að halda fimm mönnum og það hafi tekist og rúmlega það.