Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ vilja skipta úr toppunum á landsfundi
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ eru almennt á þeirri skoðun að skipta verði út forystusveit Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. Fjölmennur fundur sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ var haldinn í gærkvöldi þar sem fjölmargir tóku til máls. Mikill meirihluti fundarmanna var á þeirri skoðun að breytinga væri þörf.
Í netsamfélaginu á Facebook.com hefur verið stofnaður hópur undir nafninu „Sjálfstæðismenn sem vilja breytingar“. Þar skrifar Garðar Ketill Vilhjálmsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ:
„Þögnin í Sjálfstæðisflokknum hvað varðar breytingar á forystu flokksins er þrúgandi. Menn tala saman hver í sínu horni um það þurfi að skipta út mönnum, en það virðist enginn í forystu flokksins ætla að taka af skarið. Þingmenn okkar virðast ekki þora að stíga upp gegn forystunni, EN fólk er að tala!! - Lausnin er ekki að skipta bara um dómsmálaráðherra! Ábyrgðin hlýtur alltaf að liggja hjá forystusauðinum. Landið og efnahagurinn fór á hliðina á vakt Geirs H. Haarde. Þó Geir sé mætur maður, þá á hann að skynja sinn vitjunartíma. Hans tími er liðinn og hann og vinir hans þurfa að víkja fyrir nýjum mönnum og konum.
Ætla Sjálfstæðismenn að ganga til landsfundar, samþykkja einhvers konar útgáfu af því að ganga til samninga við EB gegn einhverjum ófrávíkjanlegum skilyrðum - til að friða Samfylkinguna - kjósa svo sömu forystumennina áfram og fara að því loknu heim og trúa því að þetta reddist?
Ætla Sjálfstæðismenn að ganga til landsfundar, samþykkja einhvers konar útgáfu af því að ganga til samninga við EB gegn einhverjum ófrávíkjanlegum skilyrðum - til að friða Samfylkinguna - kjósa svo sömu forystumennina áfram og fara að því loknu heim og trúa því að þetta reddist?
Ég er þeirrar skoðunar að þetta reddist ekki svona, heldur verðum við að grípa til róttækari aðgerða og kalla nýja menn til forystu. Ég skora á ykkur sem eruð sama sinnis að segja ykkar skoðun - og reyndar ykkur hin líka sem eruð ekki á sömu skoðun. Hver er tilbúinn að verja núverandi forystusveit?
Ég skora líka á menn og konur að tilnefna þá sem við treystum til að taka við forystuhlutverkum. Það er nóg af hæfu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Af handahófi í stafrófsröð leyfi ég mér að nefna til dæmis:
Árna Sigfússon
Bjarna Benediktsson
Guðfinnu Bjarnadóttur
Guðlaug Þór Þórðarson
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
Illuga Gunnarsson
Kristján Þór Júlíusson
Ólöfu Nordal
Þór Sigfússon
Bjarna Benediktsson
Guðfinnu Bjarnadóttur
Guðlaug Þór Þórðarson
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
Illuga Gunnarsson
Kristján Þór Júlíusson
Ólöfu Nordal
Þór Sigfússon
Endilega segið ykkar skoðun! Það þarf að ræða þetta! Það þarf breytingar!
Garðar K. Vilhjálmsson“.