Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ með uppstillingu
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ ákvað á fjölmennum fundi að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórarkosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreinan meirihluta í Reykjanesbæ og hafa allir bæjarfulltrúar flokksins ákveðið að gefa kost á sér til áfamhaldandi setu í bæjarstjórn.
Kjörin var uppstillingarnefnd sem skila á niðurstöðu fyrir 28. febrúar næstkomandi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreinan meirihluta í Reykjanesbæ og hafa allir bæjarfulltrúar flokksins ákveðið að gefa kost á sér til áfamhaldandi setu í bæjarstjórn.
Kjörin var uppstillingarnefnd sem skila á niðurstöðu fyrir 28. febrúar næstkomandi.