Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfstæðismenn halda meirhluta í Reykjanesbæ
Laugardagur 30. nóvember 2013 kl. 11:17

Sjálfstæðismenn halda meirhluta í Reykjanesbæ

í könnun fyrir Morgunblaðið. Fengju 6 bæjarfulltrúa en voru með 7 í síðustu kosningum. Samfylkingin tapar nær helmings fylgi.

Sjálfstæðismenn halda meirihluta sínum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samkvæmt niðurstöðu úr könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans sem hún gerði fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn fengi 44,6% atkvæða og sex bæjarfulltrúa en flokkurinn var með sjö fulltrúa í síðustu kosningum, þá með 53% atkvæða.

Samfylkingin sem er annar stærsti flokkurinn í bæjarfélaginu tapar nærri helmingi af sínu fylgi og missir einn mann. Flokkurinn var með 28,4% en fengi nú samkvæmt könnuninni 16,4% og tvo menn. Framsóknarflokkurinn tapar líka og fer úr 14% vorið 2010 í 11,8% nú.

Tveir flokkar sem hafa aldrei boðið fram í Reykjanesbæ myndu báðir ná inn manni. Píratar fá 11,3% í könnuninni og Björt framtíð 10,3%. Vinstri græn fá nánast það sama og í síðustu kosningum eða 4,6% en voru með 4,9% síðast. Ná ekki inn manni.

Í sömu könnun var spurt hvað fólki fyndist vera mikilvægustu verkefnin í sveitarfélaginu. Rétt tæplega helmingur nefndi atvinnumál en um fimmtungur sagði fjármál sveitarfélagsins.

Skoðanakönnunin fór fram dagana 7.-28. nóv. sl. Úrtakið var 682 manns og fengust og var svarhlutfall 54%. Hringt var í 500 manns en netkönnun send til 182 manna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon og félagar hans í Sjálfstæðisflokkum halda meirihluta. Ekki hefur heyrst annað en að bæjarstjórinn stefni á að halda áfram.

Friðjón Einarsson er oddviti Samfylkingarinnar og niðurstaða könnunarinnar fyrir flokkinn hlýtur að vera áhyggjuefni. Friðjón hefur sagt að hann ætli að bjóða krafta sína áfram.