Sjálfstæðismenn fengju 67 prósent atkvæða
 Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.
Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.
Sjálfstæðismenn fengju 67,5 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og A-listi Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og óháðra 32 prósent.
Vinstri-grænir sem ákváðu framboð undir lok síðustu viku mælast aðeins með 0,2 prósenta fylgi og sömu sögu er að segja af Reykjaneslistanum. Svarhlutfall í könnuninni var 68 prósent.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				